Greiningar og skýrslugerð: gagnamiðuð nálgun
Þín sýn er okkar verkefni
Við tökum saman allar mælingarnar úr markaðssetningaleiðunum þínum—CRM, tölvupóstsmarkaðssetningu, samfélagsmiðlum og meira—í eina skýra, samþætta mynd. Aðferðin okkar tryggir að þú sért ekki aðeins að safna gögnum; þú notar þau til að taka skynsamlegri og árangursríkari ákvarðanir.
Með öllum markaðsverkefnum þínum sameinuðum hefur þú þær upplýsingar sem þú þarft til að stuðla að betri viðskiptaniðurstöðum. Þegar kemur að greiningum þá færð þú ekki bara tölur–við umbreytum tölfræðina í aðgerðarhæfar upplýsingar sem knýja vöxt þinn áfram.
Þú mátt búast við:
- Skilgreining á öllum gagnagjöfum: Við söfnum gögnum úr viðskiptavenslaforritum (CRM), tölvupóstamarkaðssetningu, samfélagsmiðlum og öðrum markaðsverkvöngum.
- Sameining gagna: Við sameinum gögnin í eina skýra mynd fyrir betri greiningu.
- Sjálfvirk skýrslugerð: Við setjum upp sjálfvirkar skýrslur svo að þú hafir allar upplýsingarnar í þínum höndum og getur tekið bestu ákvarðanir hvað markaðssetningu varðar.
Þú færð:
Við vitum að markaðs- og fyrirtækjagögnin þín eru dreifð út um allt, sem gerir það erfitt að taka réttar ákvarðanir í fljótu bragði. Við byrjum á því að greina öll lykilgögnin þín — CRM, samfélagsmiðla, tölvupóstsmarkaðssetningu, viðburði og fleira.
Síðan tökum við fyrsta skrefið í átt að því að búa til sameinaða markaðssetningarmynd. Með því að safna öllum gögnum saman gerum við gögnin þín auðveldari að meðhöndla, og aðgengileg. Núna getur þú tekið ákvarðanir með sjálfstrausti og fljótlega.
Við tökum öll þín markaðsgögn—frá CRM, samfélagsmiðlum, tölvupóstsmarkaðssetningu og fleira—og sameinum þau í einu einföldu mælaborði. Hvort sem það er Google Data Studio, CRM kerfið þitt eða Power BI, sérsníðum við uppsetninguna til að henta fyrirtækis- og gagnaþörfum þínum.
Niðurstaðan? Skýr, aðgengileg mælaborð þar sem notendur á öllum stigum geta fljótlega fundið lykilupplýsingarnar sem þeir þurfa til að taka bestu ákvarðanir. Hér sameinast öll helstu gögnin þín, einfölduð og í þínum höndum.
Þegar gögnin eru samþætt stillum við upp sjálfvirkum skýrslum og tilkynningum sem halda teyminu þínu upplýstu og tilbúnu til aðgerða.
Þessar skýrslur, sérsniðnar að þörfum þínum, veita tímabær, sjáanleg gögn um allt frá eftirspurnarmati til herferðaárangurs.
Skýrslurnar eru afhentar í rauntíma og gefa teyminu þínu séns til að taka forgangs markaðsákvarðanir. Þetta tryggir að þú sért alltaf á undan þróuninni og hámarkar hvert tækifæri.
Hafðu samband
Alvöru árangur, alvöru áhrif
Bókaðu fund
Við tökum markaðssetningu þína á hærra stig.Bókaðu tíma og við finnum fyrir þig bestu lausnina til að frysta keppinautana.
Þú færð aukastig ef þú hefur nýlega séð ísbjörn.