Tölvupóstsmarkaðssetning
Þín sýn er okkar verkefni
Við bjóðum markaðssetningu með tölvupósti sem er skalanleg og sjálfvirk en samt með persónulegum blæ..
Við gerum allt frá uppsetningu tengslastjórnunarkerfis (CRM) á verkvöngum svo sem HubSpot, til efnisgerðar og DRIP herferða. Við setjum upp sjálfvirk samskipti við viðskiptavini og tryggjum tímabæra og markvissa tölvupósta.
En þetta snýst ekki bara um að senda tölvupósta—áherslan er löggð á ávöxtun og hámarks ROI fyrir fyrirtækið þitt. Aðferðin okkar er ekki bara árangursrík; hún breytir leiknum.
Þú mátt búast við:
- CRM og tölvupóstakerfi: Við setjum upp CRM (t.d. HubSpot) og tölvupóstakerfi sem einfalda samskipti.
- DRIP herferðir: Við búum til og sjáum um sjálfvirkar DRIP herferðir. Þær halda á núverandi viðskiptavinum og knýja fram samskipti.
- Árangursmælingar og prófun: Við framkvæmum A/B prófun og árangursgreiningar til að halda áfram að bæta og besta tölvupóstsmarkaðssetninguna þína.
- Samþætting markaðsaðferða: Við tryggjum að tölvupóstsmarkaðssetning samræmist markaðsstefnunni þinni til að skila hámarks rekstrarárangri.
Þú færð:
Þú segir okkur frá þínum þörfum í CRM og tölvupóstum, og við setjum upp besta hugbúnaðinn fyrir þig—Mailchimp, HubSpot, Salesforce... Við finnum lausn sem passar við kostnaðaráætlunina þína og samræmist þínum markmiðum.
Ert þú B2B eða B2C? Við tryggjum að hugbúnaðurinn sem þér líkar best við passar óaðfinnanlega við markaðsaðferðirnar þínar—þú getur bara einbeitt þér að því sem skiptir mestu máli. Við sjáum um allt frá uppbyggingu til hámarkunar og sérsníðum fyrir þig CRM og tölvupóstakerfi sem virkar fullkomlega.
Við búum til sjálfvirkar DRIP herferðir, glæsilegar og skilvirkar. Við sendum út hvern tölvupóst með persónulegum blæ og á markvissan hátt til að leiða notendur í rétta átt—hvort sem þig langar að selja eða bara halda í traustum viðskiptavinum.
Við sérsníðum okkar samskipti að notendahegðun. Með því tryggjum við tímabærni og vægi hvers pósts. Frá fyrstu skilaboðum til áframhaldandi samskipta, við gerum sjálfvirka tölvupósta þína sjálfbæra. Herferðin vinnur fyrir þig og breytir áhuga í aðgerðir.
Við höfum gaman af A/B prófun og áframhaldandi bestun. Leyfðu okkur að sjá um stílabreytingar, raddblæ, áhugaverðar efnislínur, myndir—fókusinn okkar er alltaf á betri þjónustu fyrir þig.
Gagnagreiningar sýna okkur hvernig er best að tryggja hámarks skilvirkni tölvupóstanna. Hver er tilgangurinn? Að hámarka virði hvers smells og leitar. Herferðir okkar eru öflugar og árangursríkar, stöðugt.
Leyfðu okkur að sjá um mánaðarlega stöðu og árangur herferðanna. Við vinnum náið með þér og teyminu þínu, fylgjumst með niðurstöðum stefnunnar og gerum þarfar breytingar til að skila hámarks árangri og arðsemi fyrir fyrirtækið þitt.
Markmiðið okkar er að spara þér tíma og orku með því að halda áfram að taka stöðu, bæta og sjá um herferðir þínar í framhaldinu.
Hafðu samband
Alvöru árangur, alvöru áhrif
Bókaðu fund
Við tökum markaðssetningu þína á hærra stig.Bókaðu tíma og við finnum fyrir þig bestu lausnina til að frysta keppinautana.
Þú færð aukastig ef þú hefur nýlega séð ísbjörn.