Gagnvirk myndbönd
Þín sýn er okkar verkefni
Við tökum myndbandagerð á hærra stig—áhorfendur verða að þátttakendum. Segðu bless við leiðinleg hefðbundin myndbönd. Gagnvirku myndböndin okkar bjóða áhorfendum að taka þátt, versla og læra í gegnum spennandi leikjavæðingu.
Hvort sem þú vilt auka sýnileika vörumerkisins þíns eða draga til þín viðskiptavini með spennandi og nýrri aðferð, við látum þetta gerast. Þú getur treyst okkur — sönnunina má finna í verkefnum okkar fyrir neðan.
Þú mátt búast við:
- Markmiðasetning: Við vinnum saman að því að setja skýr markmið. Vörumerkjavitund, ROI eða annað, þú ræður.
- Skapandi hugmyndir: Við hugsum út fyrir boxið og búum til virkilega einstakt gagnvirkt myndband fyrir þitt vörumerki.
- Einkahýsing: Njóttu einkahýsingar á gagnvirkum myndböndum miðað við þína kostnaðaráætlun.
- Sérsniðnar herferðir: Við útbúum og sérsniðum kynningarherferðir sem hámarka áhrif myndbandsins þíns.
- Árangursmæling: Fylgstu með og greindu árangur myndbandsins þíns með skýrum og gagnlegum upplýsingum sem við veitum þér.
Þú færð:
Fyrst tölum við saman um markmiðin þín—ertu að pæla í að auka vörumerkjavitund, vekja meiri athygli, hámarka tekjur og arðsemi fjárfestinga?
Þegar markmiðin eru alveg skýr þá tekur sköpunarafl við. Við komum með glænýjar og einstakar hugmyndir fyrir vörumerkið þitt. Engin gervigreind—bara nýjar og spennandi hugmyndir hannaðar til að taka vörumerkið þitt á hærra stig og fara fram úr væntingum þínum.
Við sinnum verkefninu frá upphafi til enda, sjáum um allt frá upptöku til klippingar. Láttu okkur sjá um kvikmyndagerð og nýta okkur breitt tengslanet fræga leikara og raddleikara sem við höfum byggt upp í gegnum tíðina.
Teymið okkar býr til og sérsníður handrit fyrir hvert verkefni en þú gefur samþykki áður en upptökur hefjast. Við setjum allt upp sjálf—leikjavæðingu, myndlífgun... allan pakkann. Þú færð heildræna þjónustu sem tryggir myndbandinu þínu fullkomna útkomu.
Venjulega sjáum við um myndatöku sjálf og sérsníðum allt ferlið eftir þínum þörfum. En ef þú vilt frekar hafa þriðja aðila blása líf inn í hugmyndina þína, þá finnum við hann fyrir þig.
Svona til að monta okkur aðeins, við höfum nýlega starfað með Porsche (sjáðu myndbandið fyrir neðan). Framleiðslan okkar fer alltaf fram úr væntingum, hvort sem við vinnum einir eða með traustum samstarfsaðilum.
Við stoppum ekki við framleiðslu—við hjálpum þér or markaðsteyminu þínu að kynna og auglýsa myndbandið þitt á réttu rásunum.
PR, auglýsingar, samstarf, SEO, eða efnismarkaðssetning—við sérsníðum pakka sem hámarkar áhrif gagnvirka myndbandsins þíns.
Við höfum áralanga reynslu af þessu og þú getur treyst okkur að tryggja að myndbandið þitt skilar árangri sem þú stefnir að.
Við sjáum ekki bara um myndbandagerð. Við förum lengra—fylgjumst með skilvirkni myndbandsins þíns og búum til ítarlega greinargerð. Teymið okkar mælir allt frá sýnileika til þátttöku og tíma sem áhorfendur eyða í að horfa á efnið.
Auk þess veitum við gagnlegar leiðbeiningar um hvernig má fínpússa myndbandið, besta auglýsingarásir og auka afkomuna. Þetta snýst ekki bara um að búa til frábært myndband; við tryggjum einnig að myndbandið skili þeim árangri sem þig langar að ná.
Hafðu samband
Myndböndin okkar
NetApp & Porsche Formula E
Kíktu á gagnvirka myndbandið sem við bjuggum til fyrir NetApp og Porsche Formula E Team.
Þessi leikjavædda upplifun umbreytti hefðbundnu verkefni í brautryðjandi hörkutól, sem víkkaði gagnasöfn og leiddi til mikilla PR vinsælda og fljóts baktenglavaxtar.
Visit Germany
Hér sérð þú gagnvirka myndbandið okkar fyrir Visit Germany. Áhorfendur fá að plana afmælisveislu í Leipzig og heimsækja spennandi staði á leit að týndri myndavél.
Þessi leikjavædda upplifun efldi ferðaþjónustu og dró hátt fram baktenglavöxt í gegnum PR vinsælda.
Traveo
Kíktu á ferðamyndband Traveo sem byggir á leikjavæðingu. Áhorfendur taka skemmtilega persónuleikakönnun og sérsniða lista af upplifunum á Íslandi sem þeir vilja kafa í.
Þátttaka í sköpun ferðaplana gaf Traveo forskot á önnur fyrirtæki og stuðlaði að snarhækkandi leitarumferð í gegnum baktenglana sem þetta nýja myndbandsformat kom af stað.
Alvöru árangur, alvöru áhrif
Bókaðu fund
Við tökum markaðssetningu þína á hærra stig.Bókaðu tíma og við finnum fyrir þig bestu lausnina til að frysta keppinautana.
Þú færð aukastig ef þú hefur nýlega séð ísbjörn.